Pistillinn: Fórnir eða forréttindi? Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 4. júní 2011 07:00 Helga Margrét á blaðamannafundi. Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?" Innlendar Pistillinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?"
Innlendar Pistillinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira