Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR, gerði í gær nýjan tveggja ára samning við félagið. Það er þó með þeim fyrirvara að hann fari mögulega erlendis en hann er að þreifa fyrir sér þar.
Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker spilar líklega ekki með KR á næsta tímabili og þá gæti Pavel Ermolinskij verið á leiðinni í evrópska boltann.
Körfubolti