Mikilvægt að draga úr einkaneyslunni 12. maí 2011 06:00 gámar á hafnarbakkanum Hættulegt getur verið að flytja inn meira en flutt er úr landi, að sögn forstöðumanns greiningar Arion banka. Fréttablaðið/hari „Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
„Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira