Rétti tíminn er aldrei 10. maí 2011 11:00 fyrsta platan Karl Hallgrímsson hefur gefið út sína fyrstu plötu, Héðan í frá. „Ég ætla að spila fyrir alla sem vilja heyra,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson, sem ætlar að vera duglegur við spilamennsku í sumar. Hann heldur þrenna útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar, Héðan í frá, í byrjun næsta mánaðar. Karl starfar sem tónmenntakennari í Naustaskóla á Akureyri. Hann hefur verið viðloðandi tónlist í fjölda ára, meðal annars á Akureyri og á Akranesi þar sem hann bjó um sjö ára skeið. Tvö gömul lög eru einmitt á nýju plötunni, eða frá árunum 1994 og 1995. „Ég átti svolítið af lögum og var búinn að prófa að spila þau með tveimur ólíkum hljómsveitum og tvisvar sinnum einn á tónleikum. Mér fannst það ganga upp allt saman og þá fór ég að skoða þennan möguleika,“ segir hann um tilurð nýju plötunnar. „Svo er maður búinn að læra það af reynslunni að rétti tíminn er aldrei. Kannski er ég búinn að vera að bíða eftir honum í tíu ár. Það er svolítil klikkun að vera svona lengi að þessu en í staðinn er ég að gefa út þroskaða og góða plötu,“ bætir hann við. Hljómsveitin sem verður með Karli á útgáfutónleikunum er skipuð þeim Birgi Baldurssyni, Eðvarði Lárussyni, Pálma Gunnarssyni og Kjartani Valdemarssyni. Fyrst spila þeir á Græna hattinum á Akureyri 1. júní, síðan í Tónbergi á Akranesi 4. júní og loks á Café Rosenberg 6. júní. Fyrir áhugafólk um þægilega og vandaða popptónlist er Héðan í frá fáanleg í verslunum Eymundsson. - fb Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
„Ég ætla að spila fyrir alla sem vilja heyra,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson, sem ætlar að vera duglegur við spilamennsku í sumar. Hann heldur þrenna útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar, Héðan í frá, í byrjun næsta mánaðar. Karl starfar sem tónmenntakennari í Naustaskóla á Akureyri. Hann hefur verið viðloðandi tónlist í fjölda ára, meðal annars á Akureyri og á Akranesi þar sem hann bjó um sjö ára skeið. Tvö gömul lög eru einmitt á nýju plötunni, eða frá árunum 1994 og 1995. „Ég átti svolítið af lögum og var búinn að prófa að spila þau með tveimur ólíkum hljómsveitum og tvisvar sinnum einn á tónleikum. Mér fannst það ganga upp allt saman og þá fór ég að skoða þennan möguleika,“ segir hann um tilurð nýju plötunnar. „Svo er maður búinn að læra það af reynslunni að rétti tíminn er aldrei. Kannski er ég búinn að vera að bíða eftir honum í tíu ár. Það er svolítil klikkun að vera svona lengi að þessu en í staðinn er ég að gefa út þroskaða og góða plötu,“ bætir hann við. Hljómsveitin sem verður með Karli á útgáfutónleikunum er skipuð þeim Birgi Baldurssyni, Eðvarði Lárussyni, Pálma Gunnarssyni og Kjartani Valdemarssyni. Fyrst spila þeir á Græna hattinum á Akureyri 1. júní, síðan í Tónbergi á Akranesi 4. júní og loks á Café Rosenberg 6. júní. Fyrir áhugafólk um þægilega og vandaða popptónlist er Héðan í frá fáanleg í verslunum Eymundsson. - fb
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira