Myglað blátt blóð Atli Fannar Bjarkason skrifar 29. apríl 2011 06:00 Frá því í nóvember í fyrra hefur heimsbyggðin fylgst með undirbúningi brúðkaups eldri sonar Karls Bretaprins og unnustu hans, Kate Middleton. Fólk virðist hafa gríðarlegan áhuga á samruna parsins og fjölmiðlar um allan heim birta fréttir af brúðkaupinu daglega. Stærsta fréttin hefur hingað til verið sú að parið ætlar ekki að bjóða upp á bjór í veislunni – aðeins kampavín. Eins og það sé einhver leið að sitja undir ræðuhöldum breskra hefðarmanna án þess að fá einn ískaldan. Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug fólk sem er minna spennandi og áhugavert en kóngafólk. Ekki misskilja. Áhugi minn á frægðarfólki er alveg jafn mikill og hjá næsta manni. Ég les fréttir um poppstjörnur og kvikmyndaleikara af einlægum áhuga. Þetta fólk gefur mér ekki ástæðu til að lifa, en getur auðveldlega létt lund mína eða í versta falli drepið tíma. Poppprinsessan Britney Spears og grínistinn Russell Brand eiga það sameiginlegt að vera þekkt fyrir að hafa hæfileika á sínu sviði. Hvorki Harry né þessi sem er að fara að gifta sig í dag geta státað sig af því. Hvað þá faðir þeirra. Kóngafólk er nefnilega hluti af kerfi sem er myglaðra en gráðaosturinn sem verður á boðstólum í veislunni í kvöld. Hugmyndin um fólk sem fæðist inn í einhvers konar verndað, ríkisstyrkt umhverfi með þjónustufólk á hverju strái er tímaskekkja sem allir myndu græða á að leiðrétta. Kóngafólk fæðist með silfurskeið í munni og blátt blóð í æðum. Þar með lýkur upptalningu á sérstöðu þess, sem er ekki í formi ölmusu frá skattgreiðendum, boðskorta í veislur og óútskýranlegrar aðdáunar þegna sinna. Það allra furðulegasta við gífurlegan áhuga fólks á brúðkaupi Kate og… bróður Harrys er að fólk utan Bretlands sýni því áhuga. Tvær sjónvarpsstöðvar á Íslandi sýna brúðkaupið í beinni útsendingu. Ef við miðum við höfðatölu jafngildir það að 413 sjónvarpsstöðvar myndu sýna frá brúðkaupinu á Bretlandseyjum. Ég trúi því hreinlega ekki að áhuginn sé svo mikill á Íslandi að við þurfum að eiga möguleika á því að heyra tvo álitsgjafa lýsa kjól brúðarinnar og þylja upp innihaldslýsingu kökunnar. Ef áhorfið á brúðkaupið á Íslandi fer yfir tíu prósent hendi ég vegabréfinu mínu og sæki um pólitískt hæli í fjarlægu ríki. Þó ekki kóngsríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun
Frá því í nóvember í fyrra hefur heimsbyggðin fylgst með undirbúningi brúðkaups eldri sonar Karls Bretaprins og unnustu hans, Kate Middleton. Fólk virðist hafa gríðarlegan áhuga á samruna parsins og fjölmiðlar um allan heim birta fréttir af brúðkaupinu daglega. Stærsta fréttin hefur hingað til verið sú að parið ætlar ekki að bjóða upp á bjór í veislunni – aðeins kampavín. Eins og það sé einhver leið að sitja undir ræðuhöldum breskra hefðarmanna án þess að fá einn ískaldan. Í fljótu bragði dettur mér ekki í hug fólk sem er minna spennandi og áhugavert en kóngafólk. Ekki misskilja. Áhugi minn á frægðarfólki er alveg jafn mikill og hjá næsta manni. Ég les fréttir um poppstjörnur og kvikmyndaleikara af einlægum áhuga. Þetta fólk gefur mér ekki ástæðu til að lifa, en getur auðveldlega létt lund mína eða í versta falli drepið tíma. Poppprinsessan Britney Spears og grínistinn Russell Brand eiga það sameiginlegt að vera þekkt fyrir að hafa hæfileika á sínu sviði. Hvorki Harry né þessi sem er að fara að gifta sig í dag geta státað sig af því. Hvað þá faðir þeirra. Kóngafólk er nefnilega hluti af kerfi sem er myglaðra en gráðaosturinn sem verður á boðstólum í veislunni í kvöld. Hugmyndin um fólk sem fæðist inn í einhvers konar verndað, ríkisstyrkt umhverfi með þjónustufólk á hverju strái er tímaskekkja sem allir myndu græða á að leiðrétta. Kóngafólk fæðist með silfurskeið í munni og blátt blóð í æðum. Þar með lýkur upptalningu á sérstöðu þess, sem er ekki í formi ölmusu frá skattgreiðendum, boðskorta í veislur og óútskýranlegrar aðdáunar þegna sinna. Það allra furðulegasta við gífurlegan áhuga fólks á brúðkaupi Kate og… bróður Harrys er að fólk utan Bretlands sýni því áhuga. Tvær sjónvarpsstöðvar á Íslandi sýna brúðkaupið í beinni útsendingu. Ef við miðum við höfðatölu jafngildir það að 413 sjónvarpsstöðvar myndu sýna frá brúðkaupinu á Bretlandseyjum. Ég trúi því hreinlega ekki að áhuginn sé svo mikill á Íslandi að við þurfum að eiga möguleika á því að heyra tvo álitsgjafa lýsa kjól brúðarinnar og þylja upp innihaldslýsingu kökunnar. Ef áhorfið á brúðkaupið á Íslandi fer yfir tíu prósent hendi ég vegabréfinu mínu og sæki um pólitískt hæli í fjarlægu ríki. Þó ekki kóngsríki.