Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal 29. apríl 2011 06:00 Óðinn heyrir reglulega í afa sínum í Boston Spa og segir hann spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. Fréttablaðið/Anton „Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is William & Kate Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is
William & Kate Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira