Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal 29. apríl 2011 06:00 Óðinn heyrir reglulega í afa sínum í Boston Spa og segir hann spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. Fréttablaðið/Anton „Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is William & Kate Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is
William & Kate Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira