Stormasamt samband í norðrinu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 28. apríl 2011 07:00 Það hefur ekki rignt dropa í dag. Ekki heldur snjóað, dunið á með hagléli eða slyddu. Hitinn hefur haldist nokkuð jafn yfir daginn, fór meira að segja upp undir tveggja stafa tölu um tíma og vindhraði hefur ekki sveiflast um tugi metra á sekúndu milli hádegis og kaffis! Sumarið virðist loksins ætla að hætta sér inn fyrir dyr og lokar vonandi á eftir sér. Ég er orðin langþreytt á leiðindatíð þar sem engin leið hefur verið að klæða sig eftir síbreytilegu veðrinu. „Ísland er land öfganna“ hefur margur forsetinn sagt í ræðu. Farið svo hátíðlegum orðum um seiglu landans „sem átt hefur í stormasömu sambandi við náttúruöflin í norðri.“ Óttaleg klisja en hún er sönn. Veðrið getur sveiflast öfganna á milli á nokkrum mínútum ef því sýnist svo og skeytir ekkert um vonir mínar um sól og sumaryl. Ég var fyrir löngu búin að draga fram strigaskóna, pumpa í dekkin á reiðhjólinu og pakka vettlingunum ofan í skúffu. Fannst vera orðið svo vorlegt í lok mars. Hengdi úlpuna aftast í skápinn og ætlaði að láta fóðraða jakkann duga. Sumarið væri alveg á næsta leiti. Ég þráaðist líka lengi við og óð út á morgnana, húfulaus í strigaskónum. Barðist svo krókloppin heim á móti blindbylnum og uppskar ekkert nema nefrennsli og sáran háls. Ég lét plata mig aftur og aftur út í sólina, en hafði varla snúið mér við þegar haglélið tók að dynja. Haglélið breyttist svo í rigningu og svo aftur í haglél, þær mínútur sem það tók mig að hlaupa í skjól. Þegar í skjólið var komið fór sólin svo bara aftur að skína. Þetta stormasama samband mitt við náttúruna í norðrinu hafði mig undir á endanum. Vettlingarnir komu aftur upp úr skúffum, úlpan færðist fremst í fataskápinn og strigaskórnir viku aftur fyrir vetrarbomsunum. Það hvarflaði ekki að mér að hætta mér af bæ á reiðhjólinu, ég gæti orðið úti á leiðinni heim. En í dag hefur ekkert rignt, hvorki dropum né ís. Mig dauðlangar húfulaus út. Veit þó ekki hvort ég get treyst því að ekki verði gengið á eftir mér með éljum. Til öryggis fer ég því út í bomsunum og dreg húfuna niður fyrir eyru. Úlpan fær að hanga fremst eitthvað frameftir vordögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Það hefur ekki rignt dropa í dag. Ekki heldur snjóað, dunið á með hagléli eða slyddu. Hitinn hefur haldist nokkuð jafn yfir daginn, fór meira að segja upp undir tveggja stafa tölu um tíma og vindhraði hefur ekki sveiflast um tugi metra á sekúndu milli hádegis og kaffis! Sumarið virðist loksins ætla að hætta sér inn fyrir dyr og lokar vonandi á eftir sér. Ég er orðin langþreytt á leiðindatíð þar sem engin leið hefur verið að klæða sig eftir síbreytilegu veðrinu. „Ísland er land öfganna“ hefur margur forsetinn sagt í ræðu. Farið svo hátíðlegum orðum um seiglu landans „sem átt hefur í stormasömu sambandi við náttúruöflin í norðri.“ Óttaleg klisja en hún er sönn. Veðrið getur sveiflast öfganna á milli á nokkrum mínútum ef því sýnist svo og skeytir ekkert um vonir mínar um sól og sumaryl. Ég var fyrir löngu búin að draga fram strigaskóna, pumpa í dekkin á reiðhjólinu og pakka vettlingunum ofan í skúffu. Fannst vera orðið svo vorlegt í lok mars. Hengdi úlpuna aftast í skápinn og ætlaði að láta fóðraða jakkann duga. Sumarið væri alveg á næsta leiti. Ég þráaðist líka lengi við og óð út á morgnana, húfulaus í strigaskónum. Barðist svo krókloppin heim á móti blindbylnum og uppskar ekkert nema nefrennsli og sáran háls. Ég lét plata mig aftur og aftur út í sólina, en hafði varla snúið mér við þegar haglélið tók að dynja. Haglélið breyttist svo í rigningu og svo aftur í haglél, þær mínútur sem það tók mig að hlaupa í skjól. Þegar í skjólið var komið fór sólin svo bara aftur að skína. Þetta stormasama samband mitt við náttúruna í norðrinu hafði mig undir á endanum. Vettlingarnir komu aftur upp úr skúffum, úlpan færðist fremst í fataskápinn og strigaskórnir viku aftur fyrir vetrarbomsunum. Það hvarflaði ekki að mér að hætta mér af bæ á reiðhjólinu, ég gæti orðið úti á leiðinni heim. En í dag hefur ekkert rignt, hvorki dropum né ís. Mig dauðlangar húfulaus út. Veit þó ekki hvort ég get treyst því að ekki verði gengið á eftir mér með éljum. Til öryggis fer ég því út í bomsunum og dreg húfuna niður fyrir eyru. Úlpan fær að hanga fremst eitthvað frameftir vordögum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun