Fleet Foxes full af sjálfri sér 28. apríl 2011 14:00 Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira