Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance 27. apríl 2011 11:00 „Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
„Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira