Það kallast einræði Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. apríl 2011 00:00 Ef ég gæti raðað saman hinni fullkomnu útgáfu af sjálfri mér myndi ég velja mér til sjálfsbótar varir og barm Angelinu Jolie, leggi Gwyneth Paltrow og afturenda Jennifer Lopez. Töluvert hefur borið á óskhyggju af svipuðum toga í pólitískri umræðu undanfarið. Spáin um uppstokkun í flokkakerfinu sem reglulega skýtur upp kollinum hefur tekið að láta á sér kræla og með henni pólitískir dagdraumar um fullkomlega samsetta stjórnmálaflokka. Við kvöldverðarborð um land allt er rifist um hverjum skuli sparka úr þeim flokkum sem nú starfa, hverjum skuli halda og hverja þurfi að færa milli liða. aðeins eitt mál vekur meiri deilur við matarborðið í mínum heimahúsum en rétt samsetning stjórnmálaflokka: samsetning sælgætispokans úr Nammibarnum í Hagkaup sem heimilisfólkið rífur í sig á laugardögum. Enginn er sammála um hvað eigi að vera í pokanum, hvaða sælgætistegundir fari vel saman og hverjar séu aðeins sóun á kaloríum. Rifrildin um innihald sælgætispokans og stjórnmálaflokka eru um eitt lík. Hugmyndin um einn fullkominn nammipoka og einn fullkominn stjórnmálaflokk er útópísk draumsýn. Fullkomnir nammipokar, rétt eins og fullkomnir stjórnmálaflokkar, verða jafn frábrugðnir og mennirnir eru margir. Draumsýn eins kann jafnvel að vera martröð annars. Engu að síður virðist trúin á hina einu réttu skoðun vera í fullum blóma. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk VG fyrir skemmstu. Í fjölmiðlum fagnaði hún því að vera laus undan málamiðlunum sem VG gerði í stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna. Hvort sem við höfum augastað á vörum Angelinu og leggjum Gwyneth höfum við flest eitthvað út á eigið útlit að setja og myndum skipta út völdum líkamspörtum fyrir nýja ef við gætum. En hvers vegna finnst okkur eigin skoðanir svo fullkomnar að þær megi ekki við málamiðlunum? Til er orð yfir stjórnarfar án málamiðlana. Það kallast einræði. Auðvitað er útópía Lilju Mósesdóttur „einræðisríki-Lilju-Mósesdóttur". Í draumaveröld minni spranga ég ekki aðeins um barmmikil á lögulegum leggjum Hollywood-stjörnu, heldur ræð ég líka öllu. Eftir ýtarlegar umræður yfir matborðinu hef ég sett saman pólitískt draumalið einræðisríkis míns. Það inniheldur rökræðuhæfni Steingríms J., hnyttni Össurar Skarphéðinssonar, reisn Sivjar Friðleifsdóttur, brennandi réttlætiskennd Birgittu Jóns. og hár Bjarna Ben. Eins ósammála og matargestir eru um uppröðun hins fullkomna stjórnmálaflokks geta þeir þó ávallt sammælst um eitt: Guði sé lof fyrir málamiðlanir. Deildu pólitísku draumaliði þínu á Facebook á slóðinni: tinyurl.com/draumalidid. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Ef ég gæti raðað saman hinni fullkomnu útgáfu af sjálfri mér myndi ég velja mér til sjálfsbótar varir og barm Angelinu Jolie, leggi Gwyneth Paltrow og afturenda Jennifer Lopez. Töluvert hefur borið á óskhyggju af svipuðum toga í pólitískri umræðu undanfarið. Spáin um uppstokkun í flokkakerfinu sem reglulega skýtur upp kollinum hefur tekið að láta á sér kræla og með henni pólitískir dagdraumar um fullkomlega samsetta stjórnmálaflokka. Við kvöldverðarborð um land allt er rifist um hverjum skuli sparka úr þeim flokkum sem nú starfa, hverjum skuli halda og hverja þurfi að færa milli liða. aðeins eitt mál vekur meiri deilur við matarborðið í mínum heimahúsum en rétt samsetning stjórnmálaflokka: samsetning sælgætispokans úr Nammibarnum í Hagkaup sem heimilisfólkið rífur í sig á laugardögum. Enginn er sammála um hvað eigi að vera í pokanum, hvaða sælgætistegundir fari vel saman og hverjar séu aðeins sóun á kaloríum. Rifrildin um innihald sælgætispokans og stjórnmálaflokka eru um eitt lík. Hugmyndin um einn fullkominn nammipoka og einn fullkominn stjórnmálaflokk er útópísk draumsýn. Fullkomnir nammipokar, rétt eins og fullkomnir stjórnmálaflokkar, verða jafn frábrugðnir og mennirnir eru margir. Draumsýn eins kann jafnvel að vera martröð annars. Engu að síður virðist trúin á hina einu réttu skoðun vera í fullum blóma. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk VG fyrir skemmstu. Í fjölmiðlum fagnaði hún því að vera laus undan málamiðlunum sem VG gerði í stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna. Hvort sem við höfum augastað á vörum Angelinu og leggjum Gwyneth höfum við flest eitthvað út á eigið útlit að setja og myndum skipta út völdum líkamspörtum fyrir nýja ef við gætum. En hvers vegna finnst okkur eigin skoðanir svo fullkomnar að þær megi ekki við málamiðlunum? Til er orð yfir stjórnarfar án málamiðlana. Það kallast einræði. Auðvitað er útópía Lilju Mósesdóttur „einræðisríki-Lilju-Mósesdóttur". Í draumaveröld minni spranga ég ekki aðeins um barmmikil á lögulegum leggjum Hollywood-stjörnu, heldur ræð ég líka öllu. Eftir ýtarlegar umræður yfir matborðinu hef ég sett saman pólitískt draumalið einræðisríkis míns. Það inniheldur rökræðuhæfni Steingríms J., hnyttni Össurar Skarphéðinssonar, reisn Sivjar Friðleifsdóttur, brennandi réttlætiskennd Birgittu Jóns. og hár Bjarna Ben. Eins ósammála og matargestir eru um uppröðun hins fullkomna stjórnmálaflokks geta þeir þó ávallt sammælst um eitt: Guði sé lof fyrir málamiðlanir. Deildu pólitísku draumaliði þínu á Facebook á slóðinni: tinyurl.com/draumalidid.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun