Aftur kemur vor í dal Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. apríl 2011 06:00 Snjókorn falla – á allt og alla – og nú er hátíð kærleika og friðar nýliðin. Reyndar ekki hátíðin sem getur um í texta þessa jólalags heldur hin helsta trúarhátíðin, þið vitið, sú sem á að fagna vorkomu, nýgræðingi, sáningu, upprisu þess sem hefur hvílt í moldinni, lengri dögum, bjartari nóttum, vori. Og það er vissulega hægt að sjá ummerki um þetta vor. Þrautseig smáblóm með titrandi frosttár teygja sig upp á móti sólinni blessaðri sem allt með kossi á að vekja en fá í staðinn kalda snjókossa beint á viðkvæmar blómkrónurnar. Til birtir um sexleytið, sem fær börn til að stökkva á fætur og leita að vori en finna í staðinn snjóinn sem átti að vera í desember þegar allir vildu hafa hann. Páskahret er auðvitað ekkert nýtt, annars væri ekki til sérstakt orð yfir það. Og sumardagurinn frysti er grín sem allt of oft er ekkert grín. En það að snjóa festi dag eftir dag í lok apríl er ekki venjulegt, að minnsta kosti ekki á Suðvesturlandi. Ég telst ekki með elstu mönnum en ég man varla annað eins. Þó rámar mig í að vera í sauðburði við Mývatn á áttunda áratugnum þar sem skaflarnir náðu mér yfir höfuð í byrjun maí. En hér í Reykjavík var alltaf orðið grænt á þessum tíma árs. Rysjótt tíð, umhleypingar, gjörningaveður. En magnað af hverjum eða hverju? Um það eru ýmsar kenningar. Sumir segja að gróðurhúsaáhrifin séu einmitt svona: jörðin sé svo umlukin lofttegundum sem loka á sólarljósið að hún hlýni seinna á vorin og kólni seinna á haustin. Það skýrir kannski af hverju ég gat farið um allt á venjulegu sumarhjóli í nóvemberbyrjun en gerir ástandið ekkert betra núna. Aðrir kenna kólnun Golfstraumsins um. Golfstraumurinn, sú hlýja gnægtalind sem gerir Ísland byggilegt með því að færa með sér hlýtt loft, getur (hefur, mun?) kólnað vegna þess aukna magns ferskvatns sem flæðir í sjóinn þegar jöklar og pólar bráðna. Enn aðrir segja að þetta hafi ekkert með okkur að gera, síðustu nokkur þúsund árin hafi verið örstutt hlýindaskeið á ísöld, hlýindi sem nú fari senn að ljúka. Sjálf veit ég ekki alveg hvað á að halda. Ég veit bara að mér finnst þetta fúlt og óhugnanlegt líka. En elstu menn og konur hrista höfuðið og segja: öll él birtir upp um síðir, aftur kemur vor í dal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Snjókorn falla – á allt og alla – og nú er hátíð kærleika og friðar nýliðin. Reyndar ekki hátíðin sem getur um í texta þessa jólalags heldur hin helsta trúarhátíðin, þið vitið, sú sem á að fagna vorkomu, nýgræðingi, sáningu, upprisu þess sem hefur hvílt í moldinni, lengri dögum, bjartari nóttum, vori. Og það er vissulega hægt að sjá ummerki um þetta vor. Þrautseig smáblóm með titrandi frosttár teygja sig upp á móti sólinni blessaðri sem allt með kossi á að vekja en fá í staðinn kalda snjókossa beint á viðkvæmar blómkrónurnar. Til birtir um sexleytið, sem fær börn til að stökkva á fætur og leita að vori en finna í staðinn snjóinn sem átti að vera í desember þegar allir vildu hafa hann. Páskahret er auðvitað ekkert nýtt, annars væri ekki til sérstakt orð yfir það. Og sumardagurinn frysti er grín sem allt of oft er ekkert grín. En það að snjóa festi dag eftir dag í lok apríl er ekki venjulegt, að minnsta kosti ekki á Suðvesturlandi. Ég telst ekki með elstu mönnum en ég man varla annað eins. Þó rámar mig í að vera í sauðburði við Mývatn á áttunda áratugnum þar sem skaflarnir náðu mér yfir höfuð í byrjun maí. En hér í Reykjavík var alltaf orðið grænt á þessum tíma árs. Rysjótt tíð, umhleypingar, gjörningaveður. En magnað af hverjum eða hverju? Um það eru ýmsar kenningar. Sumir segja að gróðurhúsaáhrifin séu einmitt svona: jörðin sé svo umlukin lofttegundum sem loka á sólarljósið að hún hlýni seinna á vorin og kólni seinna á haustin. Það skýrir kannski af hverju ég gat farið um allt á venjulegu sumarhjóli í nóvemberbyrjun en gerir ástandið ekkert betra núna. Aðrir kenna kólnun Golfstraumsins um. Golfstraumurinn, sú hlýja gnægtalind sem gerir Ísland byggilegt með því að færa með sér hlýtt loft, getur (hefur, mun?) kólnað vegna þess aukna magns ferskvatns sem flæðir í sjóinn þegar jöklar og pólar bráðna. Enn aðrir segja að þetta hafi ekkert með okkur að gera, síðustu nokkur þúsund árin hafi verið örstutt hlýindaskeið á ísöld, hlýindi sem nú fari senn að ljúka. Sjálf veit ég ekki alveg hvað á að halda. Ég veit bara að mér finnst þetta fúlt og óhugnanlegt líka. En elstu menn og konur hrista höfuðið og segja: öll él birtir upp um síðir, aftur kemur vor í dal.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun