Marcus tók stigametið af Damon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2011 07:00 Marcus Walker átti einstaka úrslitakeppni með KR.Fréttablaðið/Anton Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira