Uppnám í skóla- og frístundastarfi Kjartan Magnússon skrifar 20. apríl 2011 09:00 Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun