Uppnám í skóla- og frístundastarfi Kjartan Magnússon skrifar 20. apríl 2011 09:00 Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun