Gnarr sýnd á Tribeca-hátíðinni 20. apríl 2011 13:00 „Það er mjög gleðilegt að komast inn á svona stóra og flotta hátíð. Þetta verður ofsalega gaman," segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson. Heimildarmynd hans, Gnarr, verður sýnd þrívegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York um páskana og verður frumsýningin á föstudaginn langa. Myndin fjallar um ævintýralega leið Besta flokksins í borgarstjórn með Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur, Jón, Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðendur myndarinnar verða viðstödd hátíðina og munu þau dvelja í fimm daga í Stóra eplinu. Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og á hverju ári stendur valið á milli þúsunda heimildarmynda. Aðeins um fimmtíu eru valdar á hátíðina og er því um mikinn heiður að ræða fyrir Gauk og félaga. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd er þetta leiðin til að fanga athyglina. Því betri sem hátíðin er, þeim mun meiri athygli fær myndin," segir hann. Gaukur og Jón Gnarr munu sitja fyrir svörum á laugardaginn á uppákomu á vegum fyrirtækisins Apple, sem öllum er boðið á. Aðrir leikstjórar og leikarar sem sitja fyrir svörum síðar á hátíðinni eru Will Ferrell, Ed Burns og Eva Mendes. Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Ameríku, Short Docs, í Toronto í Kanda. Íslenska heimildarmyndin Feathered Cocaine, sem fjallar um fálkasmygl, var einmitt sýnd bæði á þeirri hátíð og á Tribeca rétt eins og Gnarr. Sú mynd vakti verulega athygli og hver veit nema Gnarr eigi eftir að njóta sömu hylli. - fb Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
„Það er mjög gleðilegt að komast inn á svona stóra og flotta hátíð. Þetta verður ofsalega gaman," segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson. Heimildarmynd hans, Gnarr, verður sýnd þrívegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York um páskana og verður frumsýningin á föstudaginn langa. Myndin fjallar um ævintýralega leið Besta flokksins í borgarstjórn með Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur, Jón, Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðendur myndarinnar verða viðstödd hátíðina og munu þau dvelja í fimm daga í Stóra eplinu. Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og á hverju ári stendur valið á milli þúsunda heimildarmynda. Aðeins um fimmtíu eru valdar á hátíðina og er því um mikinn heiður að ræða fyrir Gauk og félaga. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd er þetta leiðin til að fanga athyglina. Því betri sem hátíðin er, þeim mun meiri athygli fær myndin," segir hann. Gaukur og Jón Gnarr munu sitja fyrir svörum á laugardaginn á uppákomu á vegum fyrirtækisins Apple, sem öllum er boðið á. Aðrir leikstjórar og leikarar sem sitja fyrir svörum síðar á hátíðinni eru Will Ferrell, Ed Burns og Eva Mendes. Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Ameríku, Short Docs, í Toronto í Kanda. Íslenska heimildarmyndin Feathered Cocaine, sem fjallar um fálkasmygl, var einmitt sýnd bæði á þeirri hátíð og á Tribeca rétt eins og Gnarr. Sú mynd vakti verulega athygli og hver veit nema Gnarr eigi eftir að njóta sömu hylli. - fb
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira