Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2011 09:00 U-17 ára landslið Íslands í kvennaflokki. Mynd/KSÍ U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur. „Þetta er frábær tilfinning og maður trúir þessu varla,“ sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason. „Þetta er það sem við stefndum auðvitað á en þar sem aðeins fjórar þjóðir komast áfram þarf allt að ganga upp.“ Ísland spilaði í tveimur riðlum í undankeppninni og vann þá báða. Fyrst í Búlgaríu í haust þar sem liðið vann hin þrjú liðin í riðlinum samanlagt 29-1. Svo nú í Póllandi þar sem Ísland vann aftur alla sína leiki. Liðið mætti sterkum andstæðingum; Póllandi, Englandi og Svíþjóð, og vann þá alla. „Þetta lið er búið að vinna átta leiki í röð. Sex í undankeppni EM og svo tvo leiki þar á undan. Það er búið að slá öll met sem hægt er að slá,“ benti Þorlákur á. Eins og ávallt vekur það athygli þegar svo fámenn þjóð nær svona langt á vettvangi knattspyrnunnar, vinsælustu íþróttar í heimi. „Það voru allir að klóra sér í hausnum í Póllandi. En minnimáttarkenndin er einfaldlega ekki til staðar hjá leikmönnum okkar. Þær hafa mikla trú á því sem þær eru að gera,“ sagði Þorlákur. Hann segir þennan góða árangur því helst að þakka að leikmenn eru að spila flestir með meistaraflokkum sinna félaga þrátt fyrir ungan aldur. „Þær hafa spilað erfiða leiki með sínum liðum og eru þar að auki að æfa við mjög góðar aðstæður. Þar að auki er þjálfun í yngri flokkum á Íslandi mjög góð og það hefur verið að skila sér. Árangur A-landsliðs kvenna skemmir heldur ekki fyrir og allt hefur þetta áhrif. Stelpurnar hafa séð að allt er hægt.“ Þar sem aðeins fjögur lið keppa í úrslitakeppninni í sumar er byrjað í undanúrslitum og mætir Ísland liði Spánar sem er ríkjandi Evrópumeistari í þessum aldursflokki. Frakkland mun keppa í hinum undanúrslitaleiknum en ekki liggur fyrir hver andstæðingur liðsins verður þar. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur. „Þetta er frábær tilfinning og maður trúir þessu varla,“ sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason. „Þetta er það sem við stefndum auðvitað á en þar sem aðeins fjórar þjóðir komast áfram þarf allt að ganga upp.“ Ísland spilaði í tveimur riðlum í undankeppninni og vann þá báða. Fyrst í Búlgaríu í haust þar sem liðið vann hin þrjú liðin í riðlinum samanlagt 29-1. Svo nú í Póllandi þar sem Ísland vann aftur alla sína leiki. Liðið mætti sterkum andstæðingum; Póllandi, Englandi og Svíþjóð, og vann þá alla. „Þetta lið er búið að vinna átta leiki í röð. Sex í undankeppni EM og svo tvo leiki þar á undan. Það er búið að slá öll met sem hægt er að slá,“ benti Þorlákur á. Eins og ávallt vekur það athygli þegar svo fámenn þjóð nær svona langt á vettvangi knattspyrnunnar, vinsælustu íþróttar í heimi. „Það voru allir að klóra sér í hausnum í Póllandi. En minnimáttarkenndin er einfaldlega ekki til staðar hjá leikmönnum okkar. Þær hafa mikla trú á því sem þær eru að gera,“ sagði Þorlákur. Hann segir þennan góða árangur því helst að þakka að leikmenn eru að spila flestir með meistaraflokkum sinna félaga þrátt fyrir ungan aldur. „Þær hafa spilað erfiða leiki með sínum liðum og eru þar að auki að æfa við mjög góðar aðstæður. Þar að auki er þjálfun í yngri flokkum á Íslandi mjög góð og það hefur verið að skila sér. Árangur A-landsliðs kvenna skemmir heldur ekki fyrir og allt hefur þetta áhrif. Stelpurnar hafa séð að allt er hægt.“ Þar sem aðeins fjögur lið keppa í úrslitakeppninni í sumar er byrjað í undanúrslitum og mætir Ísland liði Spánar sem er ríkjandi Evrópumeistari í þessum aldursflokki. Frakkland mun keppa í hinum undanúrslitaleiknum en ekki liggur fyrir hver andstæðingur liðsins verður þar.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira