Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra 15. apríl 2011 08:00 Robert Zoellick bregst við spurningum blaðamanna í Washington í gær. NOrdicphotos/AFP Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. Í opnunarræðu sinni á vorfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær benti Zoellick á hátt og sveiflukennt matvælaverð, hátt eldsneytisverð með hliðaráhrifum til hækkunar á matvælaverði, pólitískan óstöðugleika í Miðausturlöndum og Norður-Arfíku. Eins nefndi hann upplausnarástandið á Fílabeinsströndinni, endurteknar náttúruhamfarir, hækkandi verðbólgu í nýmarkaðsríkjum með hættu á ofhitnun og skuldavanda ríkja Evrópu. Zoellick lagði sérstaka áherslu á þann vanda sem hækkandi matvælaverð ylli og sagði þjóðir heims verða að vera samstíga í að taka á þeim vanda, hvort sem það tæki hálft ár, heilt eða tvö. „Matvælaverð er 36 prósentum yfir því sem var fyrir ári og stendur nærri sveiflunni árið 2008,“ benti Zoellick á og kvað 44 milljónir manna hafa orðið fátækt að bráð síðan í júní í fyrra. „Ef vísitala matvælaverðs hækkar um 10 prósent í viðbót teljum við að 10 milljónir manna til viðbótar verði sárri fátækt að bráð, en þá hefur fólk ekki nema 1,25 dali til að lifa af á dag,“ sagði Zoellick og fagnaði því sérstaklega að Frakkar geri matvæli að höfuðmálefni 20 helstu iðnríkja (G20) í formennskutíð sinni í þeim hópi.- óká Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. Í opnunarræðu sinni á vorfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær benti Zoellick á hátt og sveiflukennt matvælaverð, hátt eldsneytisverð með hliðaráhrifum til hækkunar á matvælaverði, pólitískan óstöðugleika í Miðausturlöndum og Norður-Arfíku. Eins nefndi hann upplausnarástandið á Fílabeinsströndinni, endurteknar náttúruhamfarir, hækkandi verðbólgu í nýmarkaðsríkjum með hættu á ofhitnun og skuldavanda ríkja Evrópu. Zoellick lagði sérstaka áherslu á þann vanda sem hækkandi matvælaverð ylli og sagði þjóðir heims verða að vera samstíga í að taka á þeim vanda, hvort sem það tæki hálft ár, heilt eða tvö. „Matvælaverð er 36 prósentum yfir því sem var fyrir ári og stendur nærri sveiflunni árið 2008,“ benti Zoellick á og kvað 44 milljónir manna hafa orðið fátækt að bráð síðan í júní í fyrra. „Ef vísitala matvælaverðs hækkar um 10 prósent í viðbót teljum við að 10 milljónir manna til viðbótar verði sárri fátækt að bráð, en þá hefur fólk ekki nema 1,25 dali til að lifa af á dag,“ sagði Zoellick og fagnaði því sérstaklega að Frakkar geri matvæli að höfuðmálefni 20 helstu iðnríkja (G20) í formennskutíð sinni í þeim hópi.- óká
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira