Á Icerave segja allir VÁ 8. apríl 2011 10:00 Sigurður Arent og vinir hans halda Kanilkvöld á Faktorý á laugardagskvöld. Hann hefur ekki áhyggjur af því að deilur um Icesave skemmi stemninguna.Fréttablaðið/Valli Kanilkvöld er yfirskrift nýrra mánaðarlegra danstónlistarkvölda. Annað Kanilkvöldið verður haldið á morgun á Faktorý. Sigurður Arent skipuleggjandi hefur ekki áhyggjur af brjáluðu Icesave-fólki. „Þetta er eitt af mikilvægustu kvöldum Íslandssögu seinni tíma. Það er frábært að hitta á það," segir Sigurður Arent Jónsson, einn skipuleggjenda Kanilkvöldanna sem haldin eru mánaðarlega á Faktorý. Annað Kanilkvöldið verður á morgun, sama kvöld og Íslendingar fá niðurstöðu í Icesave. Af því tilefni fær kvöldið undirheitið Icerave. „Þetta verður bara dansveisla eins og síðast. Við einbeitum okkur ekki að neinum ákveðnum tónlistarstílum, við reynum bara að halda þessu opnu og skemmtilegu," segir Sigurður, sem skipuleggur kvöldin ásamt hópi dansáhugafólks – Kanilsnúðanna eins og þau kalla sig. Sigurður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að halda Kanilkvöld á sjálfum Icesave-deginum. Hann óttist það ekki að gestir skiptist í tvær fylkingar og til átaka komi. „Þetta er ópólitísk dansskemmtun," segir Sigurður í léttum tón. En hvort eiga gestir Kanilkvöldanna að segja nei eða já? „Þeir eiga að segja Vá." Sigurður segir að tilurð Kanilkvöldanna megi ekki rekja til þess að danstónlist vanti á börum borgarinnar. Þeir hafi einfaldlega séð tækifæri til að búa til skemmtun fyrir fólk í kringum sig og aðra áhugasama. En er alveg nóg af fólki sem hlustar á danstónlist? „Ég held það. Þegar svona kreppur skella á sækir fólk í að gleyma sér í trylltum dansi. Árið í ár hefur farið vel af stað hjá fólki sem fílar að dansa og það hefur verið mjög góð dagskrá á Faktorý. Við smellpössum þar inn." hdm@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Sjá meira
Kanilkvöld er yfirskrift nýrra mánaðarlegra danstónlistarkvölda. Annað Kanilkvöldið verður haldið á morgun á Faktorý. Sigurður Arent skipuleggjandi hefur ekki áhyggjur af brjáluðu Icesave-fólki. „Þetta er eitt af mikilvægustu kvöldum Íslandssögu seinni tíma. Það er frábært að hitta á það," segir Sigurður Arent Jónsson, einn skipuleggjenda Kanilkvöldanna sem haldin eru mánaðarlega á Faktorý. Annað Kanilkvöldið verður á morgun, sama kvöld og Íslendingar fá niðurstöðu í Icesave. Af því tilefni fær kvöldið undirheitið Icerave. „Þetta verður bara dansveisla eins og síðast. Við einbeitum okkur ekki að neinum ákveðnum tónlistarstílum, við reynum bara að halda þessu opnu og skemmtilegu," segir Sigurður, sem skipuleggur kvöldin ásamt hópi dansáhugafólks – Kanilsnúðanna eins og þau kalla sig. Sigurður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að halda Kanilkvöld á sjálfum Icesave-deginum. Hann óttist það ekki að gestir skiptist í tvær fylkingar og til átaka komi. „Þetta er ópólitísk dansskemmtun," segir Sigurður í léttum tón. En hvort eiga gestir Kanilkvöldanna að segja nei eða já? „Þeir eiga að segja Vá." Sigurður segir að tilurð Kanilkvöldanna megi ekki rekja til þess að danstónlist vanti á börum borgarinnar. Þeir hafi einfaldlega séð tækifæri til að búa til skemmtun fyrir fólk í kringum sig og aðra áhugasama. En er alveg nóg af fólki sem hlustar á danstónlist? „Ég held það. Þegar svona kreppur skella á sækir fólk í að gleyma sér í trylltum dansi. Árið í ár hefur farið vel af stað hjá fólki sem fílar að dansa og það hefur verið mjög góð dagskrá á Faktorý. Við smellpössum þar inn." hdm@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“