Finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina 6. apríl 2011 12:30 Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-keppnina um helgina en hún er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla. Mynd/Stefán Karlsson Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite-fyrirsætukeppninni. Fyrirsætustarfið heillar en hún getur ekki farið í unglingavinnuna í sumar vegna frjókornaofnæmis. „Þetta var alveg æðislegt upplifun og auðvitað mjög gaman að vinna þessa keppni," segir Magdalena Sara Leifsdóttir en hún vann Elite-fyrirsætukeppnina sem fór fram í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Magdalena er aðeins 14 ára gömul en hefur lengi gengið með fyrirsætudraum í maganum. „Það er ár síðan ég fór á skrá hjá Elite og hef verið að sitja aðeins fyrir. Mér finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina," segir Magdalena en hún var mjög upptekin um síðustu helgi þar sem hún gekk mörgum sinnum eftir tískupallinum á Reykjavik Fashion Festival fyrir hina ýmsu fatahönnuði ásamt því að taka þátt í Elite-keppninni sjálfri. Keppnin er haldin í annað sinn og tólf stúlkur tóku þátt að þessu sinni.Magdalena sýndi meðal annars fyrir E-Label á RFF um helgina og tók sig vel út. Mynd/DaníelMagdalenu fannst ekkert mál að ganga tískupallinn í hinum ýmsu múnderingum. „Nei, ég var bara að sýna fötin og þau voru líka mjög flott. Maður stillir sig bara inn á það að ganga flott og þá gengur allt vel." Magdalena er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi en segir að keppnin hafi nú ekki vakið mikla athygli hjá skólafélögunum. Verðlaun hennar voru utanlandsferð á alþjóðlegu Elite-keppnina sem haldin verður 11. nóvember næstkomandi en enn þá á eftir að koma í ljós í hvaða landi keppnin verður haldin. „Utanlandsferðin voru aðalverðlaunin en svo fékk ég líka síma, snyrtivörur, iPod og inneign í Topshop sem var frábært," segir Magdalena. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað hún ætlar að gera í sumar. „Ég get varla farið í unglingavinnuna þar sem ég er með svo mikið frjókornaofnæmi, en ég ætla að reyna að finna mér eitthvað annað." alfrun@frettabladid.is RFF Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite-fyrirsætukeppninni. Fyrirsætustarfið heillar en hún getur ekki farið í unglingavinnuna í sumar vegna frjókornaofnæmis. „Þetta var alveg æðislegt upplifun og auðvitað mjög gaman að vinna þessa keppni," segir Magdalena Sara Leifsdóttir en hún vann Elite-fyrirsætukeppnina sem fór fram í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Magdalena er aðeins 14 ára gömul en hefur lengi gengið með fyrirsætudraum í maganum. „Það er ár síðan ég fór á skrá hjá Elite og hef verið að sitja aðeins fyrir. Mér finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina," segir Magdalena en hún var mjög upptekin um síðustu helgi þar sem hún gekk mörgum sinnum eftir tískupallinum á Reykjavik Fashion Festival fyrir hina ýmsu fatahönnuði ásamt því að taka þátt í Elite-keppninni sjálfri. Keppnin er haldin í annað sinn og tólf stúlkur tóku þátt að þessu sinni.Magdalena sýndi meðal annars fyrir E-Label á RFF um helgina og tók sig vel út. Mynd/DaníelMagdalenu fannst ekkert mál að ganga tískupallinn í hinum ýmsu múnderingum. „Nei, ég var bara að sýna fötin og þau voru líka mjög flott. Maður stillir sig bara inn á það að ganga flott og þá gengur allt vel." Magdalena er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi en segir að keppnin hafi nú ekki vakið mikla athygli hjá skólafélögunum. Verðlaun hennar voru utanlandsferð á alþjóðlegu Elite-keppnina sem haldin verður 11. nóvember næstkomandi en enn þá á eftir að koma í ljós í hvaða landi keppnin verður haldin. „Utanlandsferðin voru aðalverðlaunin en svo fékk ég líka síma, snyrtivörur, iPod og inneign í Topshop sem var frábært," segir Magdalena. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað hún ætlar að gera í sumar. „Ég get varla farið í unglingavinnuna þar sem ég er með svo mikið frjókornaofnæmi, en ég ætla að reyna að finna mér eitthvað annað." alfrun@frettabladid.is
RFF Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira