Lífið

Ásgeir stofnar Kolb Entertainment

nóg að gera Ásgeir Kolbeins er með mörg járn í eldinum og hefur stofnað fyrirtækið Kolb Entertainment til að halda utan um þau.fréttablaðið/Anton
nóg að gera Ásgeir Kolbeins er með mörg járn í eldinum og hefur stofnað fyrirtækið Kolb Entertainment til að halda utan um þau.fréttablaðið/Anton
„Þetta er bara fyrirtæki sem á að vera notað í kringum þann rekstur sem ég er í. Nafnið er síðan náttúrlega snilld,“ segir Ásgeir Kolbeinsson um nýstofnað fyrirtæki sitt, Kolb Entertainment.

Ásgeir er maður með mörg járn í eldinum, hann kemur að rekstri veitinga-og skemmtistaðarins Austur og er með sjónvarpsþáttinn Sjáðu á Stöð 2 en hann fjallar um allar þær kvikmyndir sem frumsýndar eru á Íslandi.

Ásgeir hefur einnig komið að tónleikahaldi á Íslandi, var meðal annars einn þeirra sem fluttu inn teknótröllið Scooter sællar minningar, en tilgangur hins nýstofnaða félags er meðal annars innflutningur á skemmtikröftum og tónlistarmönnum. Ásgeir segist þó ekki ætla að hella sér út í tónleikahald á nýjan leik, að minnsta kosti ekki alveg strax, þótt hann viðurkenni að vissulega sé markaður fyrir þekkta stórstjörnu fyrir aðdáendur í yngri kantinum.

„Maður heldur þessu auðvitað alltaf opnu og maður er með augun og eyrun hjá sér. Hins vegar er það alltaf ljóst að þetta eru erfiðir tímar eins og gengið er núna. Þetta var erfitt þegar Scooter kom en núna er þetta helmingi verra. Og svo er alltaf mikil áhætta tekin með svona tónleikahaldi.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×