Fyndnasti Verzlingurinn fær tækifæri 1. apríl 2011 12:00 fyndin verzlópía Margrét vann keppnina Fyndnasti Verzlingurinn og hefur nú verið boðið að troða upp á skemmtikvöldi grínhópsins Mið-Ísland. fréttablaðið/pjetur „Hjólin eru farin að snúast,“ segir Margrét Björnsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Margrét vann keppnina fyndnasti Verzlingurinn í síðustu viku. Á meðal dómara í keppninni voru Dóri DNA og Bergur Ebbi úr grínhópnum Mið-Íslandi, en Margrét falaðist etir að fá að starfa með þeim í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Þeir hafa nú boðið henni að vera sérstakur gestur á uppistandskvöldi hópsins í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn í næstu viku. Margrét segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta er algjör snilld – ég er ógeðslega spennt,“ segir hún. Spurð hvort hún ætli að nota sigurbrandarana úr keppninni í Verzló í Þjóðleikhúskjallaranum segist hún ekki vera viss. „Ég kem kannski með nýja rútínu,“ segir hún. „Mér fannst hitt höfða meira til framhaldsskólanema og aldurshópsins míns. Þarna verður fólk á öllum aldri og ég vil reyna að höfða til þess. Ég læt kannski brandara um píkuprump vera. Mig langar samt að vera svolítið óviðeigandi.“ Mið-Íslandshópurinn, þeir Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Bergur Ebbi, var með tvö skemmtikvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í mars og var uppselt á þau bæði. Þá var Sólmundur Hólm sérstakur gestur, en ásamt Margréti verður enginn annar en Pétur Jóhann Sigfússon gestur í næstu viku. Margrét er gríðarlega ánægð með að fá að skemmta á sama kvöldi og hann, enda mikill aðdáandi. Ertu stressuð? „Nei, það hjálpar mér ekki að vera stressuð,“ segir hún. „Það er best að vera mjög slök – taka þessu með stóískri ró. Mér finnst það langbest.“ Miðasala á skemmtunina fer fram á Midi.is.- afb Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
„Hjólin eru farin að snúast,“ segir Margrét Björnsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Margrét vann keppnina fyndnasti Verzlingurinn í síðustu viku. Á meðal dómara í keppninni voru Dóri DNA og Bergur Ebbi úr grínhópnum Mið-Íslandi, en Margrét falaðist etir að fá að starfa með þeim í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Þeir hafa nú boðið henni að vera sérstakur gestur á uppistandskvöldi hópsins í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn í næstu viku. Margrét segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta er algjör snilld – ég er ógeðslega spennt,“ segir hún. Spurð hvort hún ætli að nota sigurbrandarana úr keppninni í Verzló í Þjóðleikhúskjallaranum segist hún ekki vera viss. „Ég kem kannski með nýja rútínu,“ segir hún. „Mér fannst hitt höfða meira til framhaldsskólanema og aldurshópsins míns. Þarna verður fólk á öllum aldri og ég vil reyna að höfða til þess. Ég læt kannski brandara um píkuprump vera. Mig langar samt að vera svolítið óviðeigandi.“ Mið-Íslandshópurinn, þeir Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Bergur Ebbi, var með tvö skemmtikvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í mars og var uppselt á þau bæði. Þá var Sólmundur Hólm sérstakur gestur, en ásamt Margréti verður enginn annar en Pétur Jóhann Sigfússon gestur í næstu viku. Margrét er gríðarlega ánægð með að fá að skemmta á sama kvöldi og hann, enda mikill aðdáandi. Ertu stressuð? „Nei, það hjálpar mér ekki að vera stressuð,“ segir hún. „Það er best að vera mjög slök – taka þessu með stóískri ró. Mér finnst það langbest.“ Miðasala á skemmtunina fer fram á Midi.is.- afb
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning