Bensínverð lækki um 28 krónur 31. mars 2011 04:30 Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira