Ásinn Týr í uppáhaldi 23. mars 2011 16:33 Ívan Breki Guðmundsson sökkti sér ofan í bók um ásatrú og tók eftir það þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. Mynd/Thelma Hjaltadóttir „Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat Fermingar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
„Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat
Fermingar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira