Vinsælar gjafir fyrri tíma 23. mars 2011 16:34 Húsgögn hafa lengi verið með vinsælustu fermingargjöfunum og á sjöunda og áttunda áratugnum voru þau oftar en ekki úr tekki; hillur, kommóður og skatthol. Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x
Fermingar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira