Lífið

Plata Árna nær öðru sæti breska breiðskífulistans

"Þetta er mjög spennandi," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines.

Fyrsta plata The Vaccines, What Did You Expect From The Vaccines?, kom út á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór platan vel af stað í Bretlandi og sat í öðru sæti breiðskífulistans í gær. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á mánudaginn í næstu viku, þegar listinn verður gefinn út, hvort hún haldi sætinu.

The vaccines á forsíðu NME
Árni og félagar eru staddir í Bandaríkjunum þessa dagana og munu koma fram á SXSW-tónlistarhátíðinni. Þeir eru á forsíðu tónlistartímaritsins NME í þessari viku í annað skipti á þessu ári. Þá er platan gagnrýnd í blaðinu og fær átta af tíu mögulegum. Tónlistartímaritið Q gaf henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Í viðtalinu í NME er mikið talað um hversu mikið er búið að tala hljómsveitina upp í fjölmiðlum, en í dómunum kemur fram að tónlist hljómsveitarinnar standi fyllilega fyrir sínu. Þá segja Árni og félagar að strangt kynlífsbann sé í hljómsveitarrútunni, sem hafi mikil áhrif á taugar meðlima The Vaccines. -afb

Hér fyrir ofan má sjá myndband af ferð hljómsveitarinnar til Parísar fyrir skemmstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×