Umfjöllun: Hreinasta hörmung í Halle Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar 14. mars 2011 06:00 Ólafur Stefánsson virðist hér vera algjörlega gáttaður á frammistöðu sinna manna í Halle ígær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik." Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum. Ísland verður að vinna Lettland og Austurríki og treysta á að leikur Þýskalands og Austurríki endi ekki með jafntefli. Ef svo fer verður leikurinn gegn Austurríki að vinnast með minnst átta marka mun. Guðmundur þjálfari talaði ítrekað um andlega hlutann fyrir leik og nauðsyn þess að ná frumkvæði í leiknum. Skilaboð hans náðu engan veginn í gegn því strákarnir mættu værukærir til leiks og afar einkennilegt slen og andleysi yfir þeim. Þjóðverjar hins vegar í banastuði og hreinlega keyrðu yfir strákana okkar sem voru fljótlega lentir sjö mörkum undir, 10-3. Þeir náðu aðeins að klóra í bakkann, minnka muninn í fjögur mörk en þá féll þeim allur ketill í eld á nýjan leik. Þjóðverjar spóluðu fram úr og skildu íslenska liðið eftir í rykinu. Síðari hálfleikur var sama hörmungin og sá fyrri ef hann var ekki hreinlega verri. Þá hlógu Þjóðverjarnir að íslenska liðinu og hreinlega niðurlægðu það. Það var grátlegt að sjá liðið gefast upp, hengja haus og láta Þjóðverjana slátra sér. Þessi frammistaða var þeim til helborinnar skammar. Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti í leik íslenska liðsins. Allt var jafn hörmulega lélegt. Markvarslan lítil, varnarleikurinn slakur og sóknarleikurinn út úr korti. Lykilmenn þess utan í tómu tjóni. Það náði enginn sér á strik. Allan kraft og ákveðni vantaði í leik liðsins. Strákarnir gátu ekki einu sinni nýtt víti og hraðaupphlaup almennilega. Þetta var með öðrum orðum stjarnfræðilega lélegt. „Ég á engar útskýringar. Ég er gríðarlega vonsvikinn og skammast mín fyrir þennan leik. Ég biðst hreinlega afsökunar á þessari frammistöðu. Það sem er mest svekkjandi er að ég varaði við þessu. Mér fannst við ekki svara með þeirri grimmd sem þurfti. Hlutir sem hafa verið ræddir í viku voru ekki einu sinni framkvæmdir," sagði hundsvekktur landsliðsþjálfari, Guðmundur Guðmundsson. „Við reyndum ekki einu sinni að klóra almennilega í bakkann til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum. Það var rætt í leikhléi en skilaði sér ekki frekar en annað. Að hlaupa síðan ekki til baka í síðari hálfleik var erfitt að horfa upp á. Það fannst mér einna sárast," sagði Guðmundur en hann vildi ekki nota það sem afsökun að liðið hefði misst Björgvin Pál fyrir leik og síðan meiddust Arnór og Sverre í leiknum. „Ég mun aldrei gleyma þessu og er sár. Ég biðst afsökunar fyrir hönd liðsins á þessum leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira