Málum í vinnslu fjölgaði í fyrra 10. mars 2011 09:00 Per Sanderud Um 500 mál eru í vinnslu hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að álag á hana hafi fremur aukist á síðasta ári. Þá voru tekin upp 370 ný mál, en 362 lokið. Fram kemur í tilkynningu ESA um ársreikninginn, að stóran hluta þeirra mála sem fengist er við megi rekja til fjármálakreppunnar. Sér í lagi eigi það við um Ísland, þar sem komið hafi upp mál sem tengist bæði ríkisaðstoð og reglum innri markaðar evrópska efnahagssvæðisins. „Við vonumst til þess að koma frá eins mörgum af þessum málum og kostur er á árinu 2011 þannig að allir hlutaðeigandi geti fremur horft til framtíðar í áherslum sínum,“ segir Per Sanderud, forseti ESA, í inngangi ársreiknings stofnunarinnar. Meðal annarra mikilvægra ákvarðana ESA segir Sanderud vera þá afstöðu að kröfuhafar föllnu íslensku bankanna eigi tilkall til eigna þeirra. Þá segir hann stórt skref hafa verið stigið í að framfylgja Evrópureglum um samkeppni þegar Posten AS í Noregi var sektað um 12,89 milljónir evra í júlí í fyrra. Þá hafi verið tekið á mikilsverðum málum tengdum skattlagningu í Liechtenstein, auk þess sem ríkisstjórn þar hafi verið fundin sek um ólöglega ríkisaðstoð sem þurfi að endurgreiða ríkinu. Málum Liechtenstein og Posten í Noregi hefur verið skotið til EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn tók við 18 málum á árinu, sem er sagt met í sögu dómstólsins.- óká Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Um 500 mál eru í vinnslu hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að álag á hana hafi fremur aukist á síðasta ári. Þá voru tekin upp 370 ný mál, en 362 lokið. Fram kemur í tilkynningu ESA um ársreikninginn, að stóran hluta þeirra mála sem fengist er við megi rekja til fjármálakreppunnar. Sér í lagi eigi það við um Ísland, þar sem komið hafi upp mál sem tengist bæði ríkisaðstoð og reglum innri markaðar evrópska efnahagssvæðisins. „Við vonumst til þess að koma frá eins mörgum af þessum málum og kostur er á árinu 2011 þannig að allir hlutaðeigandi geti fremur horft til framtíðar í áherslum sínum,“ segir Per Sanderud, forseti ESA, í inngangi ársreiknings stofnunarinnar. Meðal annarra mikilvægra ákvarðana ESA segir Sanderud vera þá afstöðu að kröfuhafar föllnu íslensku bankanna eigi tilkall til eigna þeirra. Þá segir hann stórt skref hafa verið stigið í að framfylgja Evrópureglum um samkeppni þegar Posten AS í Noregi var sektað um 12,89 milljónir evra í júlí í fyrra. Þá hafi verið tekið á mikilsverðum málum tengdum skattlagningu í Liechtenstein, auk þess sem ríkisstjórn þar hafi verið fundin sek um ólöglega ríkisaðstoð sem þurfi að endurgreiða ríkinu. Málum Liechtenstein og Posten í Noregi hefur verið skotið til EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn tók við 18 málum á árinu, sem er sagt met í sögu dómstólsins.- óká
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira