Viðskipti erlent

Skuldug félög Sigurðar Bollasonar

Sigurður Bollason
Sigurður Bollason
Þrjú einkahlutafélög Sigurðar Bollasonar fjárfestis töpuðu 1,4 milljörðum króna árið 2009, samkvæmt nýbirtum ársreikningum. Félögin fengu um tíu milljarða lán hjá viðskiptabönkum í júlí og ágúst 2008 til kaupa á hlutabréfum í Existu, Glitni og Landsbankanum.

Hlutabréfin voru sett að veði fyrir lánunum, sem voru á gjalddaga í fyrra. Bréfin urðu verðlaus eftir bankahrunið, rúmum mánuði eftir að síðustu viðskiptum lauk. Vaxtagjöld námu samtals 1,4 milljörðum króna króna fyrir lánum félaganna árið 2009 og skýrir það tapið.

Sigurður er sonur Bolla Kristinssonar, sem kenndur er við verslunina Sautján. Hann stundaði áður viðskipti með Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni. Skýrsla var tekin af Sigurði í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknar á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka um miðjan janúar. Eftir skýrslutökuna sagðist Sigurður hafa borið mikið fjárhagslegt tjón af viðskiptunum.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×