Lífið

Kiefer undirbýr nýja sjónvarpsseríu

Í góðum málum Kiefer Sutherland leikur í prufuþætti af Touch fyrir Fox-sjónvarpsstöðina sem gæti farið í framleiðslu ef allt gengur að óskum.
Í góðum málum Kiefer Sutherland leikur í prufuþætti af Touch fyrir Fox-sjónvarpsstöðina sem gæti farið í framleiðslu ef allt gengur að óskum.
Kiefer Sutherland og Charlie Sheen eiga tvennt sameiginlegt. Þeim tókst báðum næstum að rústa ferli sínum með eiturlyfjaneyslu og brennívini og var báðum bjargað af sjónvarpi. Sutherland blés miklu lífi í sinn feril sem Jack Bauer í 24 og Charlie Sheen á fyrir sínum reikningum með þáttaröðinni Two and a Half Men.

Nú er Sutherland kominn á kreik með nýjan sjónvarpsþátt sem ber nafnið Touch og er úr smiðju Tim King, sem á heiðurinn af Heroes-æðinu. Um er að ræða svokallaðan „pilot“ eða prufuþátt sem síðar verður að veruleika ef allir eru hrifnir. Touch segir frá presti sem kemst að því að einhverfur og mállaus sonur hans sér fyrir óliðna atburði. Sutherland er um þessar mundir að leika á Broadway í That Championship Season og mun því byrja á þáttaröðinni í maí þegar sýningum lýkur.

Sutherland getur ekkert kvartað undan verkefnaleysi því hann leikur stórt hlutverk í nýrri kvikmynd Lars von Trier, Melancholia, og þá er náttúrlega í bígerð kvikmynd um Jack Bauer og hans 24 stundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×