Lífið

Syngur ekki Oasis-lög

liam gallagher
Engin Oasis-lög, takk!
liam gallagher Engin Oasis-lög, takk!
Liam Gallagher ætlar ekki að syngja lög með fyrrverandi hljómsveit sinni Oasis á væntanlegri tónleikaferð sinni um Evrópu með nýja bandinu Beady Eye. Í viðtali við BBC sagði hann að um leið og hann myndi syngja eitt Oasis-lag yrðu mörg að fylgja í kjölfarið.

Beady Eye var stofnuð árið 2009 af Gallagher og tveimur gömlum félögum hans úr Oasis eftir að bróðir hans Noel sagði óvænt skilið við Oasis. Fyrsta smáskífulagið kom út fyrr á þessu ári og frumburðurinn Different Gear, Still Speeding kemur út á mánudaginn. Gallagher finnst gaman að vera í nýrri hljómsveit eins og Beady Eye.

„Það besta við að vera í hljómsveit er þegar hún er glæný. Núna býst fólk við einhverju af böndum eins og Arctic Monkeys og Kasabian og menn detta í ákveðinn gír. Þessir gaurar eru heppnir að geta búið til tónlist en það er ekkert betra en að spila á litlum tónleikastöðum," sagði Gallagher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×