Markaðurinn bíður átekta 24. febrúar 2011 06:00 Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent