Heiðar Austmann í gjörningi Ragga Kjartans 22. febrúar 2011 11:30 Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann hélt að hann væri lentur í símahrekk þegar Ragnar hringdi í hann. Fréttablaðið/Vilhelm „Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira