NBA: Lakers vann Oklahoma og Boston sigraði Orlando Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. janúar 2011 09:02 Kobe Bryant, LA Lakers og Russell Westbrook leikstjórnandi Oklahoma í Staple Center í gær. AP Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94 NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins