Goldman Sachs hættir við Facebooksölu 18. janúar 2011 09:41 Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira