Telur evruna lifa af 6. janúar 2011 00:01 Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsamstarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum. Þetta segir bandaríski hagfræðiprófessorinn Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann hefur um skeið varað við fjárhagsvanda evruríkjanna. Rogoff fjallaði um evruna í alþjóðlegu samhengi og vanda evruríkjanna á fundi norskra samtaka iðnaðarins í Osló í gær. Í erindi sínu fjallaði hann meðal annars um veika stöðu evrunnar gagnvart Bandaríkjadal og skuldavanda Íra, Portúgala og Spánverja. Rogoff telur ekki útilokað að löndin lendi í sömu vandræðum og Grikkland þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir annað fjármálahrun. Þetta mun ekki duga til og verða stjórnvöld landanna að endurskipuleggja skuldir sínar, að mati Rogoffs, sem telur evrópskt fjármálakerfi munu komast á réttan kjöl árið 2017.- jab Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsamstarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum. Þetta segir bandaríski hagfræðiprófessorinn Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann hefur um skeið varað við fjárhagsvanda evruríkjanna. Rogoff fjallaði um evruna í alþjóðlegu samhengi og vanda evruríkjanna á fundi norskra samtaka iðnaðarins í Osló í gær. Í erindi sínu fjallaði hann meðal annars um veika stöðu evrunnar gagnvart Bandaríkjadal og skuldavanda Íra, Portúgala og Spánverja. Rogoff telur ekki útilokað að löndin lendi í sömu vandræðum og Grikkland þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir annað fjármálahrun. Þetta mun ekki duga til og verða stjórnvöld landanna að endurskipuleggja skuldir sínar, að mati Rogoffs, sem telur evrópskt fjármálakerfi munu komast á réttan kjöl árið 2017.- jab
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira