Viðskipti erlent

Sænska stjórnin setur hlut í Nordea til sölu

Ein stærsta bankasala á Norðurlöndunum er framundan en sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að söluferli á hlut sænska ríkisins í Nordea bankanum sé hafið.

Sænska ríkið á um 20% í Nordea en í fyrstu er ætlunin að selja 6,3% og er markaðsvirði þess hlutar um 20 milljarðar danskra króna eða vel yfir 400 milljarðar króna.

Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni Finanswatch er gífurlegur áhugi meðal fjárfesta á að kaupa þennan hlut í Nordea og má reikna með að slegist verði um hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×