Viðskipti erlent

Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti fyrir helgi að til greina kæmi að lækka lánshæfishorfur Bandaríkjanna. Ástæðan er þung skuldabyrði hins opinbera og að því virðist lítill vilji til að greiða niður skuldir.

Matsfyrirtækið efast jafnframt um getu stjórnvalda til að draga úr halla á fjárlögum.

Ríkissjóður Bandaríkjanna er með hæstu lánshæfiseinkunnina AAA, sem var staðfest í gær. Breytist matið færast horfur í neikvæðar.

Bloomberg-fréttastofan bendir á að skuldir bandaríska ríkisins hafi um áramótin verið slíkar að þær væru hvergi hærri í nokkru landi með AAA-einkunn. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×