The Economist: Mikil fylgni milli víns og olíu 21. janúar 2011 13:15 Flaska af rauðvíninu Chateau Pétrus frá 1982 kostar yfir hálfa milljón kr. en samsvarandi magn af hráolíu selst á rúmlega 50 kr. Léttvín og olía eiga þó meira sameiginlegt en margir vita. Verðþróun á þessum ólíku vökvum undanfarin ár hefur verið nær nákvæmlega eins. Á þessum nótum hefst grein í hinu virta tímariti The Economist. Vínsérfræðingar segja að verðþróun á léttvínum fari eftir framboðsþáttum eins og veðri og aldri en tveir af hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessir þættir hafi lítið sem ekkert með verðþróunina að gera. Hagfræðingarnir, Serhan Cevik og Thasin Saadi Sedik, fundu út að mikill efnahagsvöxtur hjá nýmarkaðslöndunum hafi skipt mestu á undanförnum árum eins og dæmið er með verð á olíu og öðrum hrávörum. Á árunum 1998 og fram til 2010 var yfir 90% fylgni milli breytinga á verði léttvína og olíu. Hagfræðingarnir benda á að yfir 100% af aukinni eftirspurn eftir olíu megi rekja til nýmarkaðslanda en á sama tíma hefur dregið úr eftirspurninni hjá auðugustu löndunum. Á sama tíma hefur bættur efnahagur almennings í nýmarkaðslöndunum leitt til aukinnar víndrykkju á meðan dregið hefur úr víndrykkju í Evrópulöndum, einkum Frakklandi og Ítalíu. Kína fór framúr Bretlandi á síðasta ári sem stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vínin. Á Vesturlöndum er komið í tísku að fjárfesta í vínum líkt og menn fjárfesta í hluta- og skuldabréfum eða hrávörum. Í Asíu er eftirspurnin hinsvegar mest eftir vínum til drykkju. „Vestrænir vínsnobbarar segja að Kínverjar kunni ekki að drekka vín, þeim hryllir við sögum um að vín sé blandað með Kóka-kóla eða það drukkið í einum teyg," segir í Economist. „Þetta er kannski dæmi um súru vínberin." Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Flaska af rauðvíninu Chateau Pétrus frá 1982 kostar yfir hálfa milljón kr. en samsvarandi magn af hráolíu selst á rúmlega 50 kr. Léttvín og olía eiga þó meira sameiginlegt en margir vita. Verðþróun á þessum ólíku vökvum undanfarin ár hefur verið nær nákvæmlega eins. Á þessum nótum hefst grein í hinu virta tímariti The Economist. Vínsérfræðingar segja að verðþróun á léttvínum fari eftir framboðsþáttum eins og veðri og aldri en tveir af hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessir þættir hafi lítið sem ekkert með verðþróunina að gera. Hagfræðingarnir, Serhan Cevik og Thasin Saadi Sedik, fundu út að mikill efnahagsvöxtur hjá nýmarkaðslöndunum hafi skipt mestu á undanförnum árum eins og dæmið er með verð á olíu og öðrum hrávörum. Á árunum 1998 og fram til 2010 var yfir 90% fylgni milli breytinga á verði léttvína og olíu. Hagfræðingarnir benda á að yfir 100% af aukinni eftirspurn eftir olíu megi rekja til nýmarkaðslanda en á sama tíma hefur dregið úr eftirspurninni hjá auðugustu löndunum. Á sama tíma hefur bættur efnahagur almennings í nýmarkaðslöndunum leitt til aukinnar víndrykkju á meðan dregið hefur úr víndrykkju í Evrópulöndum, einkum Frakklandi og Ítalíu. Kína fór framúr Bretlandi á síðasta ári sem stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vínin. Á Vesturlöndum er komið í tísku að fjárfesta í vínum líkt og menn fjárfesta í hluta- og skuldabréfum eða hrávörum. Í Asíu er eftirspurnin hinsvegar mest eftir vínum til drykkju. „Vestrænir vínsnobbarar segja að Kínverjar kunni ekki að drekka vín, þeim hryllir við sögum um að vín sé blandað með Kóka-kóla eða það drukkið í einum teyg," segir í Economist. „Þetta er kannski dæmi um súru vínberin."
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira