The Economist: Mikil fylgni milli víns og olíu 21. janúar 2011 13:15 Flaska af rauðvíninu Chateau Pétrus frá 1982 kostar yfir hálfa milljón kr. en samsvarandi magn af hráolíu selst á rúmlega 50 kr. Léttvín og olía eiga þó meira sameiginlegt en margir vita. Verðþróun á þessum ólíku vökvum undanfarin ár hefur verið nær nákvæmlega eins. Á þessum nótum hefst grein í hinu virta tímariti The Economist. Vínsérfræðingar segja að verðþróun á léttvínum fari eftir framboðsþáttum eins og veðri og aldri en tveir af hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessir þættir hafi lítið sem ekkert með verðþróunina að gera. Hagfræðingarnir, Serhan Cevik og Thasin Saadi Sedik, fundu út að mikill efnahagsvöxtur hjá nýmarkaðslöndunum hafi skipt mestu á undanförnum árum eins og dæmið er með verð á olíu og öðrum hrávörum. Á árunum 1998 og fram til 2010 var yfir 90% fylgni milli breytinga á verði léttvína og olíu. Hagfræðingarnir benda á að yfir 100% af aukinni eftirspurn eftir olíu megi rekja til nýmarkaðslanda en á sama tíma hefur dregið úr eftirspurninni hjá auðugustu löndunum. Á sama tíma hefur bættur efnahagur almennings í nýmarkaðslöndunum leitt til aukinnar víndrykkju á meðan dregið hefur úr víndrykkju í Evrópulöndum, einkum Frakklandi og Ítalíu. Kína fór framúr Bretlandi á síðasta ári sem stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vínin. Á Vesturlöndum er komið í tísku að fjárfesta í vínum líkt og menn fjárfesta í hluta- og skuldabréfum eða hrávörum. Í Asíu er eftirspurnin hinsvegar mest eftir vínum til drykkju. „Vestrænir vínsnobbarar segja að Kínverjar kunni ekki að drekka vín, þeim hryllir við sögum um að vín sé blandað með Kóka-kóla eða það drukkið í einum teyg," segir í Economist. „Þetta er kannski dæmi um súru vínberin." Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Flaska af rauðvíninu Chateau Pétrus frá 1982 kostar yfir hálfa milljón kr. en samsvarandi magn af hráolíu selst á rúmlega 50 kr. Léttvín og olía eiga þó meira sameiginlegt en margir vita. Verðþróun á þessum ólíku vökvum undanfarin ár hefur verið nær nákvæmlega eins. Á þessum nótum hefst grein í hinu virta tímariti The Economist. Vínsérfræðingar segja að verðþróun á léttvínum fari eftir framboðsþáttum eins og veðri og aldri en tveir af hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessir þættir hafi lítið sem ekkert með verðþróunina að gera. Hagfræðingarnir, Serhan Cevik og Thasin Saadi Sedik, fundu út að mikill efnahagsvöxtur hjá nýmarkaðslöndunum hafi skipt mestu á undanförnum árum eins og dæmið er með verð á olíu og öðrum hrávörum. Á árunum 1998 og fram til 2010 var yfir 90% fylgni milli breytinga á verði léttvína og olíu. Hagfræðingarnir benda á að yfir 100% af aukinni eftirspurn eftir olíu megi rekja til nýmarkaðslanda en á sama tíma hefur dregið úr eftirspurninni hjá auðugustu löndunum. Á sama tíma hefur bættur efnahagur almennings í nýmarkaðslöndunum leitt til aukinnar víndrykkju á meðan dregið hefur úr víndrykkju í Evrópulöndum, einkum Frakklandi og Ítalíu. Kína fór framúr Bretlandi á síðasta ári sem stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vínin. Á Vesturlöndum er komið í tísku að fjárfesta í vínum líkt og menn fjárfesta í hluta- og skuldabréfum eða hrávörum. Í Asíu er eftirspurnin hinsvegar mest eftir vínum til drykkju. „Vestrænir vínsnobbarar segja að Kínverjar kunni ekki að drekka vín, þeim hryllir við sögum um að vín sé blandað með Kóka-kóla eða það drukkið í einum teyg," segir í Economist. „Þetta er kannski dæmi um súru vínberin."
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira