Ég hef ekkert að fela Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. janúar 2011 06:15 Fyrir nokkrum misserum var ég stöðvuð af bresku hryðjuverkalögreglunni þar sem ég keyrði á þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum eftir götum Lundúnaborgar. Ábúðarfullir kröfðust lögreglumennirnir þess að fá að leita í bílnum. Þegar þeir rifu upp skottið kom á daginn að ég hafði gerst sek um glæp, þótt ekki varðaði hann hryðjuverkalög. Þar fannst skúringafata og skrúbbur. Aðspurð viðurkenndi ég fyrir lögreglunni að þremur mánuðum fyrr hefði ég fest kaup á græjunum svo ég gæti skúrað gólfið heima hjá mér. Þær komust þó aldrei lengra en út í bíl. Eftir hótanir á léttu nótunum um að nú yrði ég handtekin fyrir „glæpi gegn hreinlæti" var ég látin laus. Í fyrstu fannst mér atvikið fyndið. Þetta var góð partísaga og ég hafði ekkert að fela. Þegar fram liðu stundir tóku þó að renna á mig tvær grímur. Nýjasta tilraun bandarískra yfirvalda til að klekkja á aðstandendum vefsíðunnar Wikileaks er áminning um hve mikilvægt er að standa vörð um mannréttindi. Bandaríska dómsmálaráðuneytið krafði á dögunum örbloggsíðuna Twitter um persónuleg gögn ákveðinna notenda hennar sem tengdir eru Wikileaks, meðal annars Birgittu Jónsdóttur þingmanns. Tilburðir Bandaríkjanna minna óþyrmilega á framferði kínverskra stjórnvalda sem skikkuðu veffyrirtækið Yahoo til að afhenda sér tölvupósta valinna Kínverja. Blaðamaður og pólitískur andófsmaður voru í kjölfarið dæmdir í fangelsi fyrir að grafa undan ríkinu. Bandaríkin lágu ekki á gagnrýni sinni í garð Kínverja og Yahoo. Þingnefnd sem fjallaði um málið líkti starfsháttum Yahoo við verklag fyrirtækja sem unnu með nasistum í síðari heimsstyrjöld. „Ég hef ekkert að fela (annað en afleita húsfreyjuhæfileika)," var viðhorf mitt við leit bresku hryðjuverkalögreglunnar í bíl mínum. En grandvaraleysi þeirra sem ekkert hafa að fela og aðhafast af þeim ástæðum ekkert þegar mannréttindi eru fótum troðin - oft undir því yfirskini að verið sé að vernda löghlýðna borgara gegn hryðjuverkamönnum eða almennum glæpamönnum - greiðir fyrir valdníðslu og kúgun. Bresku hryðjuverkalögin sem heimila lögreglu að stöðva hvern sem er á förnum vegi án þess að grunur liggi fyrir um glæp hafa ekki orðið til að sakfella einn einasta hryðjuverkamann. Þau hafa hins vegar ítrekað verið misnotuð, meðal annars til að hefta lögleg mótmæli. Þegar tveir óbreyttir borgarar sem höfðu orðið fyrir barðinu á lögunum kærðu þau, úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu lögin ólögmæt. Við hin sem „höfðum ekkert að fela" megum skammast okkar fyrir sinnuleysið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun
Fyrir nokkrum misserum var ég stöðvuð af bresku hryðjuverkalögreglunni þar sem ég keyrði á þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum eftir götum Lundúnaborgar. Ábúðarfullir kröfðust lögreglumennirnir þess að fá að leita í bílnum. Þegar þeir rifu upp skottið kom á daginn að ég hafði gerst sek um glæp, þótt ekki varðaði hann hryðjuverkalög. Þar fannst skúringafata og skrúbbur. Aðspurð viðurkenndi ég fyrir lögreglunni að þremur mánuðum fyrr hefði ég fest kaup á græjunum svo ég gæti skúrað gólfið heima hjá mér. Þær komust þó aldrei lengra en út í bíl. Eftir hótanir á léttu nótunum um að nú yrði ég handtekin fyrir „glæpi gegn hreinlæti" var ég látin laus. Í fyrstu fannst mér atvikið fyndið. Þetta var góð partísaga og ég hafði ekkert að fela. Þegar fram liðu stundir tóku þó að renna á mig tvær grímur. Nýjasta tilraun bandarískra yfirvalda til að klekkja á aðstandendum vefsíðunnar Wikileaks er áminning um hve mikilvægt er að standa vörð um mannréttindi. Bandaríska dómsmálaráðuneytið krafði á dögunum örbloggsíðuna Twitter um persónuleg gögn ákveðinna notenda hennar sem tengdir eru Wikileaks, meðal annars Birgittu Jónsdóttur þingmanns. Tilburðir Bandaríkjanna minna óþyrmilega á framferði kínverskra stjórnvalda sem skikkuðu veffyrirtækið Yahoo til að afhenda sér tölvupósta valinna Kínverja. Blaðamaður og pólitískur andófsmaður voru í kjölfarið dæmdir í fangelsi fyrir að grafa undan ríkinu. Bandaríkin lágu ekki á gagnrýni sinni í garð Kínverja og Yahoo. Þingnefnd sem fjallaði um málið líkti starfsháttum Yahoo við verklag fyrirtækja sem unnu með nasistum í síðari heimsstyrjöld. „Ég hef ekkert að fela (annað en afleita húsfreyjuhæfileika)," var viðhorf mitt við leit bresku hryðjuverkalögreglunnar í bíl mínum. En grandvaraleysi þeirra sem ekkert hafa að fela og aðhafast af þeim ástæðum ekkert þegar mannréttindi eru fótum troðin - oft undir því yfirskini að verið sé að vernda löghlýðna borgara gegn hryðjuverkamönnum eða almennum glæpamönnum - greiðir fyrir valdníðslu og kúgun. Bresku hryðjuverkalögin sem heimila lögreglu að stöðva hvern sem er á förnum vegi án þess að grunur liggi fyrir um glæp hafa ekki orðið til að sakfella einn einasta hryðjuverkamann. Þau hafa hins vegar ítrekað verið misnotuð, meðal annars til að hefta lögleg mótmæli. Þegar tveir óbreyttir borgarar sem höfðu orðið fyrir barðinu á lögunum kærðu þau, úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu lögin ólögmæt. Við hin sem „höfðum ekkert að fela" megum skammast okkar fyrir sinnuleysið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun