Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku 19. janúar 2011 10:11 Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira