Viðskipti erlent

Danskar konur hafa meiri áhyggjur af fjármálum en karlar

Samkvæmt umfangsmikilli könnun í Danmörku hafa konur mun meiri áhyggjur af fjármálum en karlar.

Könnun þessi var gerð á vegum Nordea bankans og náði til rúmlega þúsund Dana á aldrinum sextán til sextíu og fimm ára. Af átján mismunandi atriðum sem hafa áhirf á heimilisbókhald fjölskyldunnar höfðu karlar meiri áhyggjur en konur af aðeins tveimur þeirra. Þar var um að ræða hagnað af hlutabréfaeign og skattagreiðslur.

Konur höfðu aftur á móti mun meiri áhyggjur af atriðum eins og eldsneytisverði, verðþróun á matvælum, mengunargjöldum, ellilífeyri og þeim möguleika að fjölskyldan hefði ekki efni á að fara í sumarfrí þetta árið.

Ann Lehmann Erichsen hagfræðingur hjá Nordea segir að niðurstöður könnunarinnar endurspegli hlutverkaskipti innan fjölskyldunnar. Þar sé eiginkonan í hlutverki innanrikisráðherra sem beri ábyrgð á hinum daglega daglegum efnahag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×