Teitur: Erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2011 22:00 Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira