Ríkir Íslendingar kaupa lúxusbíla 7. janúar 2011 15:00 Sala á bílum eins og Land Cruiser og Porsche Cayenne fer greitt af stað á árinu. Mynd/GVA „Sem betur fer er fullt af fólki sem á pening," segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Sala á nýjum bílum hefur farið nokkuð greitt af stað þessa fyrstu viku ársins. Alls hafa 37 bílar selst, en af þeim eru fjórtán sem geta talist lúxusbílar. Þá er átt við bíla á borð við Audi, Porsche Jeep Cherokee og síðast en ekki síst Toyota Land Cruiser, en fjórir slíkir hafa selst í vikunni á níu til tólf milljónir króna hver. Páll segir Land Cruiserinn hafa selst vel undanfarin misseri, á meðan smærri bílar seljist ekki eins vel. „Hann er sá bíll sem seldist best á landinu til einstaklinga," segir Páll. Á meðal þess sem orsakar góða bílasölu er að um áramót var lögum um vörugjöld breytt þannig að gjöld lækka á bílum með minni skráða losun á koltvísýringi. Þannig hefur verð lækkað á ýmsum bílum, en þó mest í krónum talið á dýrum lúxusbílum. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi til að mynda frá því í vikunni að verð á Porsche Cayenne jeppanum lækkaði um allt að milljón krónur. Markaðurinn var ekki lengi að taka við sér en fjórir bílar hafa selst á árinu. Land Cruiser lækkar ekki jafn mikið. „Hann fer úr 45% vörugjaldaflokki í 44% þannig að hann er að lækka um 50 þúsund kall. Vinsælasti bíllinn," segir Páll. Minni bílar seljast minna en áður og Páll segir ástæðuna fyrir því vera að hópurinn sem keypti þá hafi minni fjárráð en áður. „Þeir sem eru að kaupa bíla eru fyrst og fremst þeir sem hafa sparað og eiga pening. Og þeir kaupa stærri bíla." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Sem betur fer er fullt af fólki sem á pening," segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Sala á nýjum bílum hefur farið nokkuð greitt af stað þessa fyrstu viku ársins. Alls hafa 37 bílar selst, en af þeim eru fjórtán sem geta talist lúxusbílar. Þá er átt við bíla á borð við Audi, Porsche Jeep Cherokee og síðast en ekki síst Toyota Land Cruiser, en fjórir slíkir hafa selst í vikunni á níu til tólf milljónir króna hver. Páll segir Land Cruiserinn hafa selst vel undanfarin misseri, á meðan smærri bílar seljist ekki eins vel. „Hann er sá bíll sem seldist best á landinu til einstaklinga," segir Páll. Á meðal þess sem orsakar góða bílasölu er að um áramót var lögum um vörugjöld breytt þannig að gjöld lækka á bílum með minni skráða losun á koltvísýringi. Þannig hefur verð lækkað á ýmsum bílum, en þó mest í krónum talið á dýrum lúxusbílum. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi til að mynda frá því í vikunni að verð á Porsche Cayenne jeppanum lækkaði um allt að milljón krónur. Markaðurinn var ekki lengi að taka við sér en fjórir bílar hafa selst á árinu. Land Cruiser lækkar ekki jafn mikið. „Hann fer úr 45% vörugjaldaflokki í 44% þannig að hann er að lækka um 50 þúsund kall. Vinsælasti bíllinn," segir Páll. Minni bílar seljast minna en áður og Páll segir ástæðuna fyrir því vera að hópurinn sem keypti þá hafi minni fjárráð en áður. „Þeir sem eru að kaupa bíla eru fyrst og fremst þeir sem hafa sparað og eiga pening. Og þeir kaupa stærri bíla." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira