Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken 7. febrúar 2011 08:51 Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira