Sjórán kosta dönsk skipafélög milljarða 21. janúar 2011 08:18 Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira