OECD: Kostnaður við íbúðakaup einna minnstur á Íslandi 25. janúar 2011 09:38 MYND/Vilhelm Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira