Danskur stórleikari er höfuðpaur Banditos í Pressu Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 22. janúar 2011 09:00 Bjarne Henriksen, þekktastur fyrir sjónvarpsþættina Forbrydelsen, verður höfuðpaur Banditos-vélhjólaklíkunnar í sjónvarpsþáttunum Pressu 2 sem Óskar Jónasson leikstýrir. Óskar kveðst ákaflega sáttur með að hafa klófest Bjarne, þar sé vanur maður á ferð. „Hann er pottþéttur og hefur alveg gríðarlega sterka nærveru,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri sjónvarpsþáttaraðarinnar Pressu 2. Danski leikarinn Bjarne Henriksen leikur stórt hlutverk í þáttunum sem eru sjálfstætt framhald af Pressu. Henriksen hefur leikið í fjöldanum öllum af dönskum kvikmyndum, meðal annars hinni margverðlaunuðu Festen eftir Thomas Winterberg og þá hefur hann leikið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Rejseholdet og Nikolaj og Juliu auk Krónikunnar sem allar hafa verið sýndar á RÚV. Þekktastur er hann sennilega fyrir leik sinn í spennuþáttaröðinni Forbrydelsen eða Glæpnum. Fyrsta þáttaröðin sló eftirminnilega í gegn fyrir fjórum árum en Bjarne lék föður hinnar myrtu stúlku.Óskar kveðst feikilega ánægður með að hafa klófest Bjarne, þar sé vanur maður á ferð. „Það var nú bara þannig að við létum hugann reika og pældum lengi og vel í því hvaða danski leikari væri svona mótorhjólagengislegur, maður hugsaði hver væri líklegur til að vera svona tuddi því þeir eru yfirleitt svolítið sverir og loðnir.“ Það er vel hægt að kvitta upp á það að Henriksen falli vel að þessari lýsingu Óskars sem um leið upplýsir að eitt aðalmálanna í Pressu snúi einmitt að meintri útrás skandinavískra mótorhjólagengja til Íslands. Bjarne á nefnilega að leika höfuðpaurinn í vélhjólaklíkunni Banditos sem sleppur í gegnum vegabréfaeftirlitið og kemst í samband við sambærilega klíku á Íslandi. Sara Dögg Ásgeirsdóttir verður aftur í hlutverk Láru, blaðakonunnar ráðagóðu, auk þess sem þeir Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann verða á sínum stað. Þá mun Gísli Örn Garðarsson leika forstjóra olíufyrirtækis með sérkennilegt áhugamál. Fyrstu tvær vikurnar í tökum eru þegar búnar en Bjarne er væntanlegur innan skamms til landsins. Óskar getur ekki neitað því að þessar vikur hafi verið viðburðarríkar. „Við erum búin að heimsækja strippbúllur og finna lík í fjöru.“ Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Hann er pottþéttur og hefur alveg gríðarlega sterka nærveru,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri sjónvarpsþáttaraðarinnar Pressu 2. Danski leikarinn Bjarne Henriksen leikur stórt hlutverk í þáttunum sem eru sjálfstætt framhald af Pressu. Henriksen hefur leikið í fjöldanum öllum af dönskum kvikmyndum, meðal annars hinni margverðlaunuðu Festen eftir Thomas Winterberg og þá hefur hann leikið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Rejseholdet og Nikolaj og Juliu auk Krónikunnar sem allar hafa verið sýndar á RÚV. Þekktastur er hann sennilega fyrir leik sinn í spennuþáttaröðinni Forbrydelsen eða Glæpnum. Fyrsta þáttaröðin sló eftirminnilega í gegn fyrir fjórum árum en Bjarne lék föður hinnar myrtu stúlku.Óskar kveðst feikilega ánægður með að hafa klófest Bjarne, þar sé vanur maður á ferð. „Það var nú bara þannig að við létum hugann reika og pældum lengi og vel í því hvaða danski leikari væri svona mótorhjólagengislegur, maður hugsaði hver væri líklegur til að vera svona tuddi því þeir eru yfirleitt svolítið sverir og loðnir.“ Það er vel hægt að kvitta upp á það að Henriksen falli vel að þessari lýsingu Óskars sem um leið upplýsir að eitt aðalmálanna í Pressu snúi einmitt að meintri útrás skandinavískra mótorhjólagengja til Íslands. Bjarne á nefnilega að leika höfuðpaurinn í vélhjólaklíkunni Banditos sem sleppur í gegnum vegabréfaeftirlitið og kemst í samband við sambærilega klíku á Íslandi. Sara Dögg Ásgeirsdóttir verður aftur í hlutverk Láru, blaðakonunnar ráðagóðu, auk þess sem þeir Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann verða á sínum stað. Þá mun Gísli Örn Garðarsson leika forstjóra olíufyrirtækis með sérkennilegt áhugamál. Fyrstu tvær vikurnar í tökum eru þegar búnar en Bjarne er væntanlegur innan skamms til landsins. Óskar getur ekki neitað því að þessar vikur hafi verið viðburðarríkar. „Við erum búin að heimsækja strippbúllur og finna lík í fjöru.“
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira