Íslenski boltinn

Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson þjálfar íslenska Futsal-landsliðið.
Willum Þór Þórsson þjálfar íslenska Futsal-landsliðið. Mynd/Pjetur
Íslenska Futsal-landsliðið leikur sinn fyrsta landsleik frá upphafi í kvöld þegar liðið mætir Lettum í forkeppni Evrópukeppninnar sem fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en áður mætast Grikkir og Armenar.

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari, hefur valið fimmtán leikmenn í hópinn sinn þar á meðal eru þrír þeirra, Tryggvi Guðmundsson, Haraldur Freyr Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson, að fara að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu í kvöld með því að leik fyrir tvö íslensk A-landslið. Þeir eiga allir leiki fyrir A-landsliðið í knattspyrnu.

Leikur íslenska liðsins í kvöld verður í beinni útsendingu á vefsjónvarpi Hauka - Haukar TV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×