Ragnar Hjaltested hefur tekið fram skóna á nýjan leik og mun spila fram á sumar með norska liðinu Kristiansund-HK.
Ragnar hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá HK, Gunnar Magnússon, sem þjálfar lið Kristiansund. Ragnar fer utan til Noregs á morgun.
Þessi örvhenti leikmaður hefur ekkert spilað handbolta í vetur en var orðaður við nokkur lið hér heima fyrir áramót.
Hann ákvað á endanum að rífa fram skóna á nýjan leik með Gunnari í norska boltanum. Hann ætti að nýtast liðinu vel enda verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi síðustu ár.