Sport

Úrvalslið Evrópu rúllaði upp Asíu á lokadeginum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Úrvalslið Evrópu fagnar sigrinum.
Úrvalslið Evrópu fagnar sigrinum. Nordic Photos/Getty Images

Úrvalslið Evrópu sýndi styrk sinn á lokakeppnisdegi Royal Trophy keppninnar gegn úrvalsliði Asíu á Black Mountain vellinum í Taílandi í dag. Evrópa fékk 9 vinninga gegn 7 og varði titilinn en þetta er í fimmta sinn sem keppnin fer fram. Evrópa hefur sigrað fjórum sinnum.

Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og í Ryderkeppninni. Asía var með gott forskot fyrir lokadaginn og þurfti liðið aðeins 2 ½ vinning af alls 8 mögulegum á lokadeginum.

Evrópa vann 6 leiki af alls 8 á lokakeppnisdeginum og Asía náði jöfnu í tveimur viðureignum sem gaf þeim 1 stig. Asía var 6/2 yfir eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Liang Wen-chong - Peter Hanson 7/6

Noh Seung-yul - Henrik Stenson jafnt

Yuta Ikeda - Fredrik Andersson Hed sigraði 2/1

Ryo Ishikawa - Rhys Davies sigraði 4/2

Shunsuke Sonoda - Matteo Manassero sigraði 1/0

Kim Kyung-tae - Colin Montgomerie sigraði 3/1

Jeev Milkha Singh - Pablo Martin sigraði 1/0

Thongchai Jaidee - Johan Edfors jafnt.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×